13.04.2010 22:29
Leiðbeinendur
leiðbeinendur.
Fólk hefur ólíkar hugmyndir um hverjir fylgja okkur.. Ég vil meina og tel að ég sé ekki ein um þá skoðun að við höfum leiðbeinendur sem hjálpa okkur ef við biðjum um það.
Ég hef alltaf verið dugleg að biðja um hjálp.. og fengið hana. Hef trúað á að hlutirnir fari á besta veg og þeir hafa gert það.
En það er oft þetta eftir á að hyggja.. þegar við skoðum ákveðna atburði eftir á.. þá sjáum við oft hvar við fengum hjálpina hvort sem það var í formi hugmyndar eða manneskju sem var þarna akkurat á réttum tíma til að aðstoða.
Trúinn hefur ótrúleg áhrif.. og bjartsýninn hún stoppar kannski ekki ákveðna atburði en hefur áhrif hvernig við komumst í gegnum þá.
Neikvæði er hindrun jákvæð gagnrýni er góð.. og allir hafa rétt á sínum skoðunum :)
Með því að biðja almættið um tengingu við Leiðbeinendur okkar og biðja svo um að leiðbeinendur okkar sýni sig með einum eða öðrum hætti náum við betri tengingu.
Segjum vilja okkar og biðjum um hluti sem skipta okkur máli.
það er eins með þetta samband eins og önnur þau byrja smátt og vaxa með tímanum eftir því sem við hlúum að því :)