Blog records: 2014 N/A Blog|Month_4
24.04.2014 00:00
Gleðilegt sumar :)
Það er ansi skemmtileg dagsetning á sumardeginum fyrsta í ár 24.04.2014
Og þetta verður með eindemum gleðilegt sumar nákvæmlega vegna þess að það er nú planið :)
Það er gott að hafa plan, en það er líka gott að geta verið sveigjanlegur og skoðað tækifærinn sem
berast okkur.
Litlar hugmyndir sem við fáum, fólkið okkar sem er farið en kemur upp í hugan endrum og eins,
Allt eru þetta skilaboð, Skilaboð um tækfæri fyrir okkur til að betra okkar líf og vitneskja um að þótt
þeir sem eru farnir séu ekki fyrir andlitinu á okkur á hverjum degi þá hverfur ekki kærleikin sem tengdi.
Ég hef sagt svo oft að allt lendi eins og það á að lenda svo lengi sem við gerum eins vel og hægt er.
Sumarið er varla dottið inn og það eru komin Reiki plön. Helgina 10-11 mai verð ég með 2.stigs
Námskeið.
á planinu er svo 1.stigs námskeið helgina 24-25.mai.
Þess á milli á ég lausa tíma í spámiðlun og svo að koma í heilun.
Reikiheilun hefur verið partur af mínum einkatímum síðan ég byrjaði aftur að taka í einkatíma 2008.
En það er líka hægt að koma í heilun þá eingöngu.
En ég geri þá kröfu að viðkomandi sem kemur í fyrsta sinn komi í 3 skipti í röð.
Þessi þrjú skipti eru lámark til að ná ákveðnu jafnvægi en til þess að ná varanlegum árangri til
dæmis með heilsuvandarmál sem hafa fengið að grassera í langan tíma þarf fleiri skipti.
það er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef einbeitt mér frekar að því að vera með Reiki námskeið
opna fyrir að fólk geti heilað sig sjálft frekar en að það komi í tíma. Auðvitað er velkomið að koma í
heilun. En hver og einn verður að velja fyrir sig sjálfur.
Það geta allir lært að vera reiki heilarar sem á annað borð hafa áhuga á því. Þú þarft ekki að vera
"andlega þenkjandi" eða áhuga á yfirskilvitlegum hlutum. Þetta virkar alltaf því þetta er nátturulegur
eiginleiki sem býr í okkur öllum en fékk ekki tækifæri til að þroskast.
Það er til fólk sem vinnur með fólk og gefur af sér alla sína orku. það er annað. Þetta fólk gæti verið
miðla í gegnum sig orku í stað þess að ganga á sína eigin. það eru til sannkallaðir orkugjafar þarna
úti en mig langar að hafa helling af orkumiðlurum og ekki bara fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir aðra.
En sjálfið er alltaf fyrst þar sem það speglar út á við. Alveg sama hvað við reynum að sýnast vera
Það virkar aldrei raunverulegt og heilt nema við "walk the talk" eins og það er kallað.
Árið 2013 fór ég talsvert til Noregs þá til að spá og vera með reiki námskeið. Í ár er stefnan sett á
Danmörk. helgina 5-9. júni næstkomandi verð ég með einkatíma í spámiðlun með reiki heilun í
Söndeborg.
Ég efa að ég verði með reiki námskeið þá helgi. En ef þig langar að prófa reiki og ert búsett á því
svæði þá er þér velkomið að hafa samband. Það er jafnvel á planinu ef guð lofar og vel gengur að
vera með reikinámskeið á sama svæði seinna í haust. En það fer allt eftir eftirspurn. það sig soldið
sjálft að ég er ekki að fara að fljúga af stað án þess að vita hvað bíður mín :)
þess vegna bið ég þig sem ert að lesa þetta og langar að fá að prófa heilun, eða spá í framtíðina,
að hafa þá samband. Öðruvísi veit ég ekki af þér.
Það gerist nefnilega ekki neitt nema maður stígi skrefin í þá átt. það þarf að stunda kynlíf til að
eignast börn, nema við séum þá guð ;)
Gleðilegt sumar
Written by Hólmfríður Ásta
- 1