Færslur: 2011 Desember
31.12.2011 16:22
Gleðilegt nýtt ár 2012
Þið sem hafði heimsótt síðuna mína á árinu, fengið hjá mér lestur á netinu eða komið í einkatíma hér í bænum og úti á landi.
Ég trúi því og treysti að árið framundan verði gott ár einfaldlega vegna þess að hvert okkar mun gera það besta úr árinu sem það færir okkur.
Ég óska ykkur bjartsýni dugnaði og gleði í stundum ykkar sem framundan eru.
Notum tíman vel því hvert augnablik er mikilvægt í að móta það næsta. Leyfum okkur að eiga kósí stund þegar sú þörf kemur yfir og látum ekki annara tilfinningar ruglast við okkar nema jákvæðar séu
árið 2012 ber töluna 5 og ef lagt er við fæðingartöluna sem í mínu tilfelli er 11 eða 2 fáum við 7 en.. þar sem ég á ekki afmæli fyrr en í nóvember þá byrjar nýtt talna ár ekki fyrr en þá. Þannig að ég held áfram á 6 :)
Fókusum á það sem er mikilvægast samskipti okkar við börninn okkar og samferðarfólk ekki dauða hluti.
Ég hef á tilfinningunni að árið 2012 byrjar ísland að rísa upp á við og við förum að sjá jákvæðar breytingar fyrir heimilin í landinu strax í febrúar.
Ég segi að verðbreytinginn fari á árinu.
Öflum okkur upplýsinga og gerum kröfu um hjálp og hugsum okkur inn í velmegnun. (setja secret á leslistan)
Það er engin einn eða ein við höfum öll okkar verndarenlga og vætti sem bíða þess að við biðjum um aðstoð og að við treystum á þá tilfinningu og innsæi sem innra okkar býr því þar er auðveldast að senda okkur skilaboð.
Löbbum inn í nýtt ár treystandi því að lífið hefur upp á svo skemmtilega hluti að bjóða ef við erum tilbúin að setja niður svartsýnisgleraugun og lítum í spegil áður en við gagnrýnum aðra.
breytingar koma alltaf fyrst innra frá. Og við ráðum því sjálf hvernig við tökumst á við þá erfiðleika sem koma til okkar.
reiði tekur meiri orku en jafnaðargeð og við þurfum alla okkar orku og kærleika til okkar barna og sjáfs okkar.
Kærleikurinn er sterkastur þegar við beinum honum að okkur sjálfum
nýjars kveðja
Hólmfríður
Skrifað af Hólmfríður Ásta
19.12.2011 00:56
Yndisleg Helgi
Ég hef nú alltaf verið þeirrar trúar að maður getur gert plön en svo fara hlutirnir eins og þeir eiga að fara :)
Gott dæmi um það er núna þessi helgi. Ég var búin að plana reiki námskeið um þessa helgi fyrir 1.stigið
En auðvitað áttaði ég mig svo á því að það gengi ekki upp því Námskeiðið krefst þess að viðkomandi hafi alveg 2 daga lausa frá morgni fram á dag og það er bara ekki í boði seinustu helgi fyrir jól :)
En í staðin var ég beðin um að koma og vera að spá og með heilun í yndislegu gæsaparty :) Átti frábæran dag með hópi Gæða kvenna.
Óska ég verðandi brúði alls hins besta.
Það verða hinsvegar Reiki námskeið í janúar og þá ætla ég að reyna að vera einnig með reiki annars stigs námskeið.
Stundum er það bara þannig að það sem maður planar gengur ekki upp en þá kemur bara eitthvað annað í staðin sem er jafngott og betra.
Það kemur sem á að koma og á þeim tíma sem það á að koma
Óska ykkur Gleðilegra jóla og yndislegs nýs árs og þakka fyrir það koma og lesa það sem ég hef frá mér lagt.
kveðja
Hólmfríður Ásta
Skrifað af Hólmfríður Ásta
12.12.2011 01:31
Heimilið er þitt
Góða kvöldið :)
Núna þegar Jóla hreingerningar tímabilið er gengið í garð og allir eru á fullu við að annað hvort skúra, skrúbba og bóna eða losa út eldri búslóðir fyrir nýtt líf í öðru landi eða bara losa sig við hið gamla er ekki vitlaust að huga líka að andlegri hreinsun á heimili okkar.
Ég hef verið í svoddan hreinsun þessa dagana að taka gamla hluti og losa mig við þá og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu mikið tilfinningagildi hlutir sem ekkert notagildi hafa geta haft fyrir manni.
En eins er það óskaplega hreinsandi að taka út hluti sem tilheyra ekki lífi manns í dag. Dæmi bara að hreinsa út gamlar myndir frá fyrri samböndum eða samskiptum sem ekki tilheyra lífinu í dag.
Taka gamlar flíkur sem maður notar aldrei eða hefur ekki notað í mörg ár og leyfa öðrum að njóta í gegnum hjálpastofnanir.
Það er ákveðið frelsi í því að hafa ekkert dót að draga á eftir sér. Og satt að segja er ég nú ekki barna best í því að losa mig við hitt og þetta dót en batnandi fólki er best að lifa :)
það kannst margir sjálfsagt við það að finna fyrir að einhver sé á heimili þeirra sem þeir hafa ekki boðið inn og þá fá tilfinninguna að það sé horft á þá en engin sést og svo framvegins.
vakna upp við slæma drauma, finnst óþægilegt að labba um íbúðina i myrkri, Börn gráta upp úr svefni, vilja ekki sofa ein í herbergjunum sínum, skúffur og skápar eru opnir sem þú hélst þú hefðir lokað, óútskýranleg hljóð, hlutir týnast.
Á meðan það er kannski í litlu mæli og sumum finnst í raun allt í lagi að hafa smá félagsskap og anda í sínu húsnæði, sérstaklega ef þú hefur á tilfinningunni að um jákvæða strauma sé að ræða.
En það sem ég myndi mæla með þegar þessir hlutir eru farnir að valda þér óþægindum er að hreinsa út.
Það þarf ekkert að kalla til miðil eða heilara eða hvað það er. Það þarf einungis að lýsa yfir eigin eignarétt og yfirráðasvæði upphátt.
það er þrennt sem ég hef notað í mínu húsnæði og svo hef ég notað sumt af því líka í þeim húsum sem ég hef sofið í og fundist óþægilegt eða viljað hreinsa út áður en ég byrja að vinna þar.
Við höfum ekkert að gera með orku annara að gera sem þyngja okkur eða valda óþægindum.
ég vil útskýra þetta sem tilfinngaflækjur þeirra sem farnir eru. Tilfinningar eru orka og þar sem hafa gerst átakalegir hlutir eða persónulegir harmleikar. Eða einfaldlega viðkomandi sem bjó þar tók ekki til í sálartetrinu sínu verða eftir tilfinningalegar flækjur.
Stundum eru sálir ekki tilbúnar að halda áfram þar sem þær þurfi að takast á við og gera upp líf sitt, halda kyrru fyrir.
Annars finnst mér alltaf að hver verði að hafa sinn skilning á því hvað gerist á þessari leið og allt gott og blessað um það að segja.
En er kemur að hreinsun híbýla þá mæli ég með 3 leiðum.
1. Ganga um íbúðina þína og segja upphátt Ég bý hér þetta er mitt heimili og það á engin að vera hér sem ég hef ekki boðið að vera. Allir þeir sem ekki hafa fengið leyfi til að vera hér skulu yfirgefa íbúðina. Það að fá utan aðkomandi til "að hreinsa út" er sjálfsagt gott og blessað. En Þú verður að lýsa yfir eigin yfirráðum á eigin heimili. Þú stjórnar þar hverjir eru velkomnir. Ekki utanaðkomandi aðilar sem koma bara í heimsókn :)
2. Sjá fyrir sér Net sem þú setur niður í jörðina undir húsið þitt og dregur svo upp í gegnum húsið og tekur allt sem er neikvætt með í netinu og uppfyrir húsið (gerir ekkert til þótt þú hreinsir líka til hjá öðrum ef þú ert í fjölbýli ) og þar fyrir ofan húsið sérðu fyrir þér hvernig þú breytir neikvæðri orku í hlutlausa. Ég nota stundum líka að sjá fyrir mér net jafnstórt og útihurðinn mín þannig að allir sem fara í gegnum útihurðina fara i gegnum smá hreinsun á neikvæðni.
3. Og svo Bleika blaðran. Ég hef notað hana mjög mikið sérstaklega á barnið mitt og til að hreinsa út úr íbúðinni minni. Bleikur er litur kærleikans. Það sem ég geri er að ég sé fyrir mér bleika blöðru utan um barnið mitt eða mig sem ég stækka svo herbergi úr herbergi þangað til hún nær yfir alla íbúðina. En áður en ég stækka hana þá segi ég í huganum eða upphátt að engin megi koma inn í bleiku blöðruna nema ég og þeir sem undir mínu þaki eru. Eftir því sem ég stækka blöðruna yfir alla íbúðina þá hreinsa ég líka út þá sem ekki eiga þar að vera.
Tek það að lokum fram að mér finnst í raun ekkert að því að hús hafi sál og mér dytti til dæmis ekki til hugar að reka út auka kött sem flækist stundum fyrir mér í íbúðinni. Og öll eigum við leiðbeinendur sem eru hjá okkur og aðstoða okkur.
En þegar Þetta er farið að valda okkur óþægindum og hafa áhrif á líðan okkar á eigin heimili þá er þetta komið gott og tími til að koma hlutunum á hreint hver á heima þarna og hver ekki.
Skrifað af Hólmfríður Ásta
- 1